Lesið í rúnir

Las furðulega grein um daginn ...kona sem ákvað fyrir mörgum árum að brosa ekki ..ALDREI.. svo hún fengi ekki hrukkur! surprised 2015-02-08 12.14.48Jamm.... hún er svo sem alveg ungleg...held reyndar að það séu frekar genin og hún væri jafnungleg með fallegar rúnir sem sýndu að hún hefði lifað lífinu jafn í sorg og gleði.... eeen, kannski tók ég svona eftir þessari grein vegna þess að ég var næstum jafn furðuleg og þessi kona um daginn. Ég sá nefninlega mynd af mér skælbrosandi og sá allar broshrukkurnar kringum bæði augu og munn og skal viðurkenna að fékk nett áfall.... og velti því fyrir mér hvort ég ætti ekki að fara spara brosin frown

 

 

 
Á ég að segja ykkur sögu?.... Glöð, gömul og rúnum 2015-02-08 12.18.29rist eða fúl, ung og slétt....... Viljið þið giska ? Þið getið lesið sögu mína hana úr rúnunum mínum, sem ég ber með stolti, því það fer mér ekki að vera fúl og ég hætti ALDREI að brosa laughing   Say no more 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband