15.11.2014 | 14:01
Fantasía
Fantasía -
Ég lifi í mörgum heimum...
Draumaheimurinn á "Bleika Skýinu" þar sem allir draumar geta ræst...
Draumaheimurinn sem maður heimsækir í svefni án þess að hafa nokkra stjórn á hvert leiðir mann, milli martraða og ljúfra drauma sem oft skilja eftir stór spurningarmerki þegar maður vaknar...
Raunheimur þar sem maður lifir í til að þroskast og læra... ég er alltaf að læra meira í dag en í gær ...en gæti þurft að fæðast í hann nokkrum sinnum í viðbót til að ná þeim markmiðum sem ég verð að ná...
Fantasíuheimurinn er einn þeirra sem eru mér jafn nauðsynlegur öllum hinum... allavega fylgir hann mér og mínum ofvirka, hvatvísa huga sem er eins og fiðrildi sem flögrar á milli heima, með því að sveima um alla geima... oftar en ekki fylgir hann hjartanu en ekki heilanum ...
Say no more... nema að Friðrik Karlssyni tekst oft að hjálpa mér að komast aftur á "réttan stað" eða með öðrum orðum á Jörðina með sinni fallegu tónlist í slökunardeildinni sem mér finnst gott að hlusta á (fyrir utan fallegu lögin og textana hans Bubba, og margra annarra íslenskra og erlendra perla, þungarokk, popp og..og..og.... og þá er ég komin aftur í flögrið... (Vildi bara leyfa fleirum að njóta þessa slökunar ef fólk gefur sér tíma og takk Friðrik að spila þessa fallegu og róandi tóna)...Ást og friður sé með mér og yður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.