Scanninn og þolinmæðin

Ég hef sagt það áður og segi það enn..... er svo heppin með þessa drengi mína alla saman LoL...

...eina stundina kenna þeir mér að læra á þolrifin...(en í þennan heim fæddist ég einmitt til að læra ÞOLINMÆÐI og hún þrautir vinnur allar)  .....  en þá næstu bjarga þeir geðheilsu minni með snilli sinni....var semsagt að renna út á tíma með að skila ritgerð, átti bara eftir að skanna inn þrjú fylgiblöð svo gæti sent hana....Wink 

...var í 1 1/2 tíma eftir miðnætti í gær að reyna fá þráðlausa flotta scannann í flotta þráðlausa bleklausa prentaranum mínum  til að virka (hvað er málið að láta blek kosta næstum það sama og nýr prentari? ...munar 3000 kr.) ... jæja, ætlaði að njóta þess að skríða undir sæng eftir góða sturtu í gærkvöldi, bara rétt svo að scanna þessi blöð inn fyrst svo  ég gæti sent þetta frá mér í dag.... ómæ...eftir að vera orðin héluð í gegn, brasandi á handklæðinu í þennan 1 1/2 tíma að reyna fá prentarann og scannann til að tengjast tölvunni gafst ég upp og fór undir sæng...

...ekki tók nú betra við þá þvi ég var svo héluð og enginn lifandi miðstöð undir sænginni  Blush þannig að ég varð að fara fram og skella hitapoka í örrann og vefja honum svo utanum mig þegar skreið uppí.... jú...það lagaðist mikið, en hefði þurft að eiga enn stærri grjóna -eða hefði þurft að vera enn minni sjálf svo hann gæti hlýjað mér allri í einu Cool...neita því ekki að ljúft væri að skríða uppí ból sem væri búið að hita upp W00t... en loks sofnaði ég og kíkti á þetta aftur í morgun...

...en nóttinni hafði ekki tekist að fá þetta drasl til að virka frekar og því brá ég á það snilldarráð að gera það sem ég allavega kunni..en það var að uninstalla bara drallinu og setja inn upp á nýtt...... ÚPPSSSSS...þá kemur að því hvað ég er heppin Smile ... Bjarki minn sem skildi reyndar ekki af hverju mér datt í hug að henda þessu úr tölvunni því það hafði víst ekki verið svo gott að setja þetta inn síðast ....En snillinn minn....auðvitað tókst honum það eftir smá pælingar og þolinmæði hans sem mig skortir í svona málum hehe... og  scanninn virkar nú  sem aldrei fyrr...Halo 

...nú er ég semsagt ready to SEND þessa ritgerð frá mér og þar með laus við hana degi áður en tíminn rennur út.... og get farið að einbeita mér að því næsta..... Fékk að vísu fúlasta tölvupóst sem hef fengið í dag .... en ætla ekki að tjá mig um hann nánar þar sem ég TRÚI að það verði hægt að leysa úr því ...

...spyr mig nú samt stundum sömu spurningu og var spurð einu sinni: "Dolla mín...hvernig er hægt að vera þú?"  Whistling   Jaaa...svarið er einfalt: Það er ekki hægt -það er HRATT...tíminn flýgur frá mér og ég reyni að hlaupa á eftir og narta í hælana á honumWizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband