6.9.2014 | 17:50
Magnaður dagur
Dagarnir verða ekki magnaðari en þessi en komst að því að þetta er erfiðara en ég hélt að vera svona á hliðarlínunni og bíða eftir fréttum ...Dauðhrekk við í hvert sinn sem síminn hringir eða ef kemur rautt merki um nýja færslu á facebook... En auðvitað reynir mest á snillingana á vígvellinum sem stóðu sig frábærlega og fengu frábærustu verðlaun sem hvert foreldri getur beðið um ...lítil og fullkomin dökkhærð lubbulína mætt á svæðið ...ég get ekki beðið um meir
Ég veit vel hvað vakti mig....Einu löglegu vakningarnar um miðja nótt er að fá svona gleðilegar fréttir og kl.04 í nótt, þegar Rúnar minn hringdi í ringlaða mömmu sína og sagði henni að litla fjölskyldan væri á leið á fæðingardeildina ... Elsku litla ömmumúsin mín er Meyja og gæti ekki verið stundvísari en að mæta á settum degi 6. September ...
Þessi litla dúllan okkar lét mömmu sína finna hressilega fyrir sér næstum alla meðgönguna, og ekki síður fæðingunni sem er búin að vera í gangi síðan um miðnætti...svo móðirin fékk ekki afslátt af fæðingunni (DUGLEGUST elsku Andrea ) ...og ömmurnar u.þ.b. að fara á límingunum....varð að hringja á fæðingarganginn og fá fullvissu um að allt væri í orden 3 tímum eftir að ég hélt að litla manneskjan væri að mæta...Pabbinn heldur betur að standa sig í að vera stuðningur... en nú er hún fædd... FULLKOMIN dásemdarengill ömmu sinnar ...
Nú þarf ég BARA að bíða í viku með að sjá hana og halda á henni og snerta litla nebbann og eyrun og alla litlu fingurnar hennar og tær .....Eins gott að verður brjálað að gera hjá mér í biðinni... Skyldumæting alla virka daga næstu 5 vikurnar í klíníska náminu ...en fer sko suður strax næstu helgi ..allamalla litla dásemdin mín ... Ég er stolt amma og montin
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.