29.5.2014 | 17:08
Flugvallasérfræðingurinn snýr aftur.....
Ég er glaðasta, glaðasta, glaðasta, Dollan í heimi...
eftir að vera búin að brasast við að sortera hvað færi með mér suður náði ég að fylla 3 ferðatöskur... Ein bara með skótaui...já, meina verð nú í 3 mánuði og það þarf fjallaskó, gönguskó, hlaupaskó, spariskó, sandala, götuskó...... síðan var ég sótt af Ingu minni  sem bauð mér í lunch og svo köku og café á eftir og síðan skutl á völlinn... þar varð hún vitni að ævintýralegu inntékki sem enginn nema ég myndi lenda í ...svo ævintýralegt að það hefur verið minna mál hjá mér þrátt fyrir allskyns vandræðagang að ferðast milli landa, jafnvel á mínum mælikvarða... En... þegar sú sem tékkaði mig inn var komin í vandræði og talaði mann og ANNAN...það endaði svo með að þessi Annan, reddaði mér og miskunnaði sig yfir þessa konu sem klúðraði þegar hún keypti flugið að bóka farangur ...hvað þá að hún væri með 35kg í yfirvigt + þessi 20 sem má hafa .... og sögðu mér bara að þetta væri DÝRT! ég spurði: hvað dýrt..." Svarið var: MJÖG DÝRT!" obbobbobb...ég sagðist þá vera hætt við að fara með farangurinn..myndi bara senda hann með bíl..... þá var hann svo almennilegur og var heillengi að finna út hvernig hann gæti búið til afslatt fyrir Dolls.... og ég sagðist ekki borga krónu meira en 10.000 ... og slapp með 7500 fyrir farangurinn ...obbobboobbb.... en mikið var hann almennilegur , enda sagði ég honum það og þakkaði liðlegheitin
Síðan beið Gulla einkabílstjóri á flugvellinum sem tók á móti mér með risa knúsi, skutlaði mér í íbúðina með útdreginn rauða dregilinn... og við erum að tala um að það var ást við fyrstu sýn að koma þangað...Vá hvað mér mun eiga eftir að líða vel hér í sumar Love it !!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.