6.1.2014 | 11:47
Hlaupár 2014
Þá erum vð vinkonurnar búnar að fá það á hreint að það verður Hlaupár núna 2014 ...Virðist eins og það sé á 2ja ára fresti hjá okkur en með nýjum markmiðum sem verða sett árlega núna og staðið við ...þá verður hlaupár á hverju ári Það var reyndar hálfgert hlaupár í fyrra þar sem maður leyfði sér að hlaupa í spik og því miður er mér lífsins ómögulegt að finna annan sökudólg en sjálfa mig í þeim efnum og því einungis ég sjálf sem get hlaupið það af mér aftur ...og það er ég að fara gera ... Þrjú hlaup komin á markmiðsplanið í ár þar sem ætla hlaupa 10km, 13km og 5km. Þetta er voða flott og skemmtilegt plan og því ekki eftir neinu að bíða með að koma sér í gírinn... Á næsta hlaupári verður tekist á við allavega tvö hálfmaraþon svo sumarið núna er bara upphitun Ætla koma með smá blogg um hvert hlaup fyrir sig þegar að þeim kemur, þannig að þetta er enn ein áskorunin að blogga um þessa áætlun hér ... here is list of the Runs:
http://www.nordausturland.is/afthreying/vidburdir-a-nordausturlandi/myvatnsmarathon/
http://www.nordausturland.is/afthreying/vidburdir-a-nordausturlandi/jokulsarhlaup/
http://www.641.is/frettir/gamlarshlaup-skokka-a-husavik/ ( ef færð og veður leyfa)
Wúppsara húpps...
Ekki eftir neinu að bíða..Lets Go... það á að vera NORM að koma sér í FORM....og HALDA ÞVÍ !
Þessi mynd var tekin daginn eftir fyrsta 10km hlaupið mitt í Rvk maraþoninu 2012 ...Verð sko jafn glöð eftir hlaupið í vor
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.