12.12.2013 | 23:37
Lítil jólastelpa á Húsavík
Svona gat maður setið og staðið í kringum mömmuna og fylgst með henni við kökubaksturinn....
Nokkrum dögum fyrir jól vorum við Helga systir látnar taka allt fína postulínið og gömlu bollastellin hennar mömmu, öskubakkana sem voru sumir hin mesta prýði og alla glerstjaka sem fundust. Þetta máttum við nú vaska upp og fórum í sérstakar svuntur til þess og svo var þvegið ...yfirleitt ég sem fékk það í gegn að vera þvottavélin og Helga þá fékk það hlutverk að þurrka og múttan setti aftur hvern hlut vandlega inn í skápana sem voru ekki einu sinni í gleri og ekkert af þessu fíneríi sást ...fyrr en það var tekið út fyrir næstu jól og skellt í jólabaðið og upp í skáp aftur ... á meðan við vöskuðum upp voru pabbi og mamma að bera tekkolíu á húsgögnin svo að handrið á sófum , stólum og borð urðu háglansandi og ilmuðu þvílíkt vel... Pabbi sem alltaf hefur verið svo sniðugur í höndunum og góður föndrari bjó til kirkju úr frauðplasti sem hann málaði svo fallega með rauðu þaki og gerði glugga og setti ljós inn í ...mamma breiddi síðan úr bómull undir hana og bjó til snjókirkjugarð sem var svo skreyttur með Mjallhvít og Dvergunum Sjö... Þetta var svo fallegt og skemmtilegt og hátíðlegt að aldrei hvarflaði að manni að leika með þetta fínerí , heldur bara dáðst að.
En þá er allt í einu komin Þorláksmessudagur og hann var sko tekinn snemma... Maður vaknaði við að komið var inn til að taka af rúmum og allt þvegið og sett utanum nýtt og strokið alveg spes fyrir jólin. Þarna sá pabbi alfarið um ryksugið í öllu húsinu, enda voru TEPPI allstaðar nema í herbergjum og inn á baði og eldhúsi..... Hann fór líka á háaloftið og sótti kassana
en hér er annað lag sem kemur manni í back to the future gírinnog auðvelt að láta hugann reika svona afturábak :
https://soundcloud.com/ing-lfurj-hannsson/j-l-upps-lum
Nú er þetta lengsta blogg sem ég hef skrifað og má alveg lesast í mörgum hlutum ...en aðallega var ég að skrifa niður þessar hugleiðingar fyrir mig sjálfa þar sem þær birtust mér í huganum ... ekki hugsað svona um gamla tíma í mörg ár ... Gleðileg jól til allra sem hver eru með sínu sniði... mitt snið er að það er engin regla á neinu né einu .. en það er líka regla hehe... það er svo efni í annað blogg síðar ...
Athugasemdir
takk fyrir þessa upprifjun Dolla, gaman að endurupplifa en ótrúlega margt sem ég man ekki! Og annað sem ég man...
Helga Sveinbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 00:03
já, ...ég ætlaði einmitt að setja þetta blog á H8 síðuna okkar systra og múttu og biðja ykkur að bæta í hvernig þið munið þetta
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 13.12.2013 kl. 00:17
Virkilega fallegt og hugljúft að lesa,og óska þér og þínum gleði og gæfu um jól og komandi nýtt ár.
Númi bjó á árunum 1980-1990 í Holtagerði með sinni fjöldskyldu,og það var frábært að búa og ala upp börnin þarna.
Númi (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 01:25
Takk fyrir það Númi
Ég er svo heppin að mamma og pabbi búa enn í Holtagerðinu svo ég get alltaf sagst vera komin "HEIM" þegar ég skrepp austur og gisti í "mínu" herbergi sem er gestaherbergið í dag ...
...Já það er svo gott að eiga svona notalegar minningar sem hægt er að rifja upp
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 13.12.2013 kl. 09:46
Jólin ykkar og jólin mín - bara alveg eins! Nákvæmilega eins (nema ég held að pabbi hafi ekki verið alveg jafnduglegur í jólabakstrinum - hann pottþétt hræði þó í jafningnum/sósunni á aðfangadagskvöld til að mamma gæti skroppið frá eldhúsinu og tekið rúllurnar úr hárinu...) Dásamlegar minningar og við laglega heppnar að hafa notið svona jóla, sko ekki öllum gefið!
Stella (IP-tala skráð) 13.12.2013 kl. 10:46
Já Stella mín.... so true Það sem maður man tekur sko enginn frá manni ... þessvegna eru góðar minningar svo mikivægar
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 13.12.2013 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.