Ekki Silfurskeiðar sem gera okkur sterkust

Kveð yndislega konu í dag sem er ekki hægt að lýsa í 1 eða 2 orðum ... Halo

Ég kynntist henni fyrir næstum 20 árum og fann strax að hún hafði e-ð mjög sérstakt við sig og náði að hafa ótrúlega jákvæð áhrif á fólkið í kringum sig bæði vinnufélaga og þá ekki síst skjólstæðinga sína. 

Hún sýndi sko að það er ekki fólkið með  silfurskeiðarnar sem eru sterkust Whistling

Hún hefur barist  og tekist á við margt  og ef ég vel eina manneskju sem ég vil taka sem fyrirmynd er það hún á svo margan hátt þó ég fari ekki út í það hér InLove

Ég er í fyrirlestri núna þar sem verið er að tala um hvað ýmis BJARGRÁÐ sem eru fólki nauðsynleg til að gefast ekki hreinlega upp og það var bara HÚN sem kom upp í huga mér og lýsa henni sérlega vel... (reyndar þekki aðra konu sem er ótrúlega jákvæð þrátt fyrir margt  og hefur tileinkað sér þessi BJARGRÁÐ líka og ég les reglulega föstudagspistlana hennar og auðvitað og sem betur fer eru flestir í þeim gírnum, en sú sem ég tileinka þessi orð var sannarlega einstök og hefur oft verið mér hvatning á ýmsan hátt ... hún hafði alltaf tíma til að koma fólki upp úr svartsýnisgírnum og sýndi fram á að hann er ekki til neins 

En þessi orð lýsa þér svo vel kæra Pálmey Heart Ég ætla að taka mér þig til fyrirmyndar og fara eftir þeim þó ég þurfi að minna mig á það daglega Smile

 

  • Þolgæði, trú, von, samkennd, jákvæðni, æðruleysi, bjartsýni
  • Að leggja rækt við sjálfan sig, forðast sjúklingahlutverkið, sjálfsvirðing, sjálfsstyrking

Þú styrktir bæði sjálfa þig og aðra

 

 

kveðja með þakklæti að hafa kynnst þér,

Dolla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband