5.8.2013 | 09:50
Hringrás
Vetur-sumar-vor-og haust...
allt hefur sinn sjarma...
veðrahamurinn ber sína raust...
rigningin lekur sem tár niður hvarma...þornar samt í kvöldroðans bjarma.
Enn og nýbúið allt fer í hring...
lífið í náttúrunni um lit fer að breyta ...
umhverfið í skóginum skoða mig í kring...
Litadýrð með haustinu laufin skreyta... hvað gerir til þó komi smá bleyta.
Ég er ekki Sporðdreki fyrir ekki neitt...
ef ætti ég arinn myndi upp í honum kveikja...
horfandi á logana dansa svo heitt...
eldur í arninum og kertunum reykja...með reyknum má allt sem er fúlt út í buskann feykja
Ég sjálf eins og veðrið ekki alltaf er eins...
Sumum finnst ég vera tryppi villt...
þó breyti mér einhver það væri ekki til neins...
því ef ég væri alltaf róleg og stillt... myndi ég springa á endanum og verða tryllt.
...svo byrjar allt aftur að fara í hring..dingaling
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.