24.5.2013 | 23:10
Á ferð og flugi
Svei mér þá...sumarið ekki byrjað en samt er ég búin að ráðstafa flestum helgum í sumar... vá hvað verður gaman JEY ! ..já Það verða Varðahelgar bæði hér og þar og allstaðar...Það verður PABBA-helgi sem verður æði .. um leið og norska Guðný systir mætir í síðbúið afmæli sitt eigið 40 ára og pabba (sem verður 68 ára) ...flott tala sko...ég segi að maður á að halda uppá hvert ár ærlega eftir 55 ára aldur svo þá verður sko Grillveisla í H8 " ...ég hlakka svo til...ég hlakka alltaf svo til" þegar hún mætir og við getum allar systurnar fjórar málað bæinn grænan...og bleikan ..það eru sko Húsavíkur litirnir okkar ...Helga mín...sorry, en ætla hafa BLEIKA litinn á undan ... jamm...svo Varðahelgi....
svo er eitt skemmtilegt ættarmót........og þá Gönguferð með gönguhópnum Ein og átta(8)...Vatnaleið í Borgarfirðinum...strax farin að hlakka til..var svo gaman að kynnast stelpunum í hópnum í fyrra þegar við trilluðum heila helgi ... þar eftir eru hinir ómissandi MÆROS ..Mærudagarnir sem ég vil ekki sleppa og þarf þess ekki heldur ..er sko búin að kaupa mér MÆRUDAGSLEGGING úje !Þær eru æði...... ...já, þá er bara komið að Vesrsló ...sem ég verð að vinna og það er bara fínt og svo styttist nú í endann á sumrinu og jafnframt styttist í dáltið annað mjög spennandi og skemmtilegt ...úllallalala... ég elska sumar
ps. en fyrst af öllu ætla ég að byrja á morgun að skreppa yfir Víkurskarðið og til Húsavíkur um næstu helgi að gleðjast með litlu systir og dóttur hennar sem eru báðar að útskrifast úr Framhaldsskólanum þar...svo um næstu helgi ætla ég að ferma þann yngsta... og þá er ég útskrifuð frá öllum fermingum sem ég mun sjá um .... jamm... Nú er komin ntími á þá "gömlu" að fara njóta sín...og hún er sko byrjuð á því
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.