25.4.2013 | 10:01
Sumargjöfin mín
Fyrsti dagur þessa sumars 2013 rennur í hlað með skínandi hvítum flygsum sem svífa mjúklega í loftinu og njóta þess að falla létt til jarðar Verð að viðurkenna að mikið er ég farin að ÞRÁ GULU himnanöfnu mína....Við erum sko góðar vinkonur nöfnurnar.
Eftir þvílíkar draumfarir næturinnar fannst mér ég ekki geta leyft mér lengur að slæpast og sofa (var nú búin að stilla klukkuna á 10 samt) En ég fór nú fram og var búin að hlakka til síðan ég sofnaði að vakna og fá mér þann mesta dýryndis morgunsafa sem ég veit... Hann gæti sko heitið Himnesk sæla og öll þau lýsingarorð sem á eftir gætu komið og ekkert þeirra væri ofaukið
Jájá..JÁ! Hvað þá? ... Ég skvetti ananas/kókos safa í könnuna, GÓÐRI lúku af spínat út í, frostnir ananasbitar fengu flugferð ofaní, vænn biti engiferfór ásamt hálfu epli fóru undir hnífinn i aðeins minni parta og fengu svo skutl sömu leið og annað sem upp er talið.... Mmmmmmmmm... fæ vatn í munninn af tilhugsuninn hvað ég hlakkaði mikið til ða fá mér fyrsta sopann...þetta er nefninlega drykkur sem maður nýtur að smjatta á og sleikir útum ....
Semsagt...Þessi dásemdar sumardrykkur (sem ég er nú oft búin að fá mér og var aðalbústið mitt allan marsmánuðinn) breyttist nú aðeins í meðhöndlun.... Allt saman komið í blandarann, sem þeir sem muna eftir að hafa lesið um hér í fyrravetur ætti LÖÖÖNGU að vera úrbræddur og ónýtur eftir boost-ið ákveðinn morgun..óóómæ og það gerðist ekki bara einu sinni , heldur hefur gerst aftur...
Því varð ég ekkert endilega mög undrandi þegar ekkert gerðist þegar ég setti blandarann í gang...Brrrr... ??? Ekkkert hljóð og enginn titringur .. BbRrrrr..... ? Ekkert hljóð og engin titringur...ég tékkaði hvort örugglega rétta snúran væri nú tengd og auðvitað var hún það...meina, hver myndi trúa því að ég setti vitlausa snúru í samband og héldi svo að blandarinn væri ónýtur ?.. allavega ég sjálf hehe
Semsagt... óvirkur blandari fullur af spínati,ananas, epli og engifer svamlandi í ananas/kókos baði... Þessu varð nú bara að hella yfir í stóra skál... safinn drukkinn úr glasi og hitt borðað með litlum gafli, safalegið og gott...Mmmmmm... bara ljómandi ágætt, sleikjandi safann af spínatblöðunum áður en þau voru étin ...
Þetta þýðir ...að ég fer á morgun og kaupi sumargjöf ársins frá mér til mín... það verður nýr BLENDER ..Bon apetit!
Sumargjöfin mín til ykkar er hinsvegar þetta magnaða lag með Pink Floyd
Gleðilegt sumar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.