30.3.2013 | 12:04
BINGÓ!
Skemmtilega fengið páskaegg
í fermingarveislu hjá yngri dóttir hans Varða á Skírdag var bingó á meðan gestir fengu sér kaffi og tertur eftir matinn...bara gaman að því, allir komnir með spjöld og í þriðju umferðinni erum við Varði bæði með eina tölu eftir og það var sama talan N 46...ég lít á spjaldið hans og sé að við eigum sömu töluna eftir og segi við hann að ef "Nói" 46 kæmi næst , þá værum við bæði með BINGÓ...og hvað gerist? jújú...Nói 46 og við bæði í einu BINGÓ hahaha...það var pínu funny og veislugestir höfðu gaman af hehe... en samkvæmt reglum bingóstjórans varð að draga ef sú staða kæmi að tveir eða fleiri fengu bingo í einu og Ásinn væri hæstur .....af 52 spilum úr einum stokk...HVAÐA spil haldiði að við drögum?.. Nei...vitlaust svar..ekki voru það tveir Ásar sko.. heldur KÓNGUR og DROTTNING Skemmtileg tilviljun allt saman og vakti aftur smá hlátur hjá gestunum, en nú er páskaeggið komið með okkur í T11 og bíður eftir að verða rifið upp á morgun ...hlakka mest til að sjá málsháttinn ..ef ég mætti ráða væri hann : "Ástin er snilld..langbest með Varða"
Athugasemdir
Til hamingju elskan, les í þessu hvað þér líður vel og hvað lífið leikur við þig, njótt vel, það verður forvitnilegt að sjá málsháttinn :) gleðilega páska.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.3.2013 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.