6.11.2012 | 13:35
Styrkur mælist ekki bara í vöðvakrafti!
OMG! Er að gera heljarverkefni...en ég bara sit og græt meðan ég les sjúkrasögu ákveðinnar manneskju sem mér finnst hetja og dái fyrir að vera ekki komin inn á geðdeild miðað við áratuga hrylling á margan hátt. Ég væri örugglega búin að gefast upp í sömu sporum.. Þó maður viti hvernig staðan er, þá er skrýtið hve það verður raunverulegra við að lesa um það
Ég er semsagt að skrá nákvæma upplýsingasöfnun sem ég þarf svo að gera greiningar og meðferðir við...Það verður e-ð ! En segi það aftur og stend við að sumir eru meiri hetjur en aðrir og hafa sko heldur betur bitið á jaxlana alla saman En..nú er ég hætt að gráta yfir þessu öllu saman (í bili..) og get haldið áfram ... en ég er jafnvel komin með hugmynd að lokaverkefninu eftir 2 ár ef mér tekst að klambrast gegnum þetta ár og næsta
ég þig STERKA kona sem þú ert!
Athugasemdir
Já, þær eru margar hversdagshetjurnar sem enginn dáist að. Þú ert nú hetja :)
Ásdís Sigurðardóttir, 6.11.2012 kl. 13:52
Svo mikið satt Hehehe..takk, já, veistu... stundum finnst mér ég sko vera það..einmitt með því að vera t.d. ekki komin á P-deild eins og sú umrædda....þó ég hafi tekist á við annarskonar vandamál en hún... en þetta gerir okkur að þeim sem við erum...og ég vildi svei mér ekkert vera nein önnur ...enda eins gott , þar sem það er ekkert í boði
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 6.11.2012 kl. 14:11
Elsku Dolla mín, hvað er þetta með þig og tárakirtlana þessa dagana? Það er kannski erfiðara að gera svona verkefni um einhvern sem manni þykir vænt um :*
inga maren (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 14:42
Úff Malla mín..þú færir sko að skæla líka að lesa þetta... En já, ég vona að það sé málið... að það sé vegna þess..annars er ég of meðvirk í þetta starf ef ég fer bara að gráta með skjólstæðingnum ....það má sýna samhygð ...en ekki að missa sig... Eigum að vera þeir sem skjólstæðingarnir geta reitt sig á og vera þeirra talsmenn Veit alveg að ég get þetta... hef bæði séð og verið í erfiðum aðstæðum auðvitað í gegnum öll sjúkraliðaárin mín ....Þetta bara er aðeins öðruvísi og auðvitað fékk ég dramakastið í morgun af því þetta snerti mann alveg alla leið og þekkti söguna Ég náttúrulega Drottning Dramans líka hehe.... förum ekkert nánar út í það hér
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 6.11.2012 kl. 15:01
Þú stendur þig vel yndið mitt og ert góð sál.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.11.2012 kl. 15:21
Þú ert best yndið mitt :)
Birna Blöndal (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 19:02
Æ takk englarnir mínir
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 6.11.2012 kl. 19:25
:) :)
Ásdís Sigurðardóttir, 6.11.2012 kl. 19:49
jahérna hér..... ég man eftir að hjúkrunarfræðingurinn í fjölskyldunni þurfti einu sinni að setja ofaní mig sondu til að dæla eihverjum viðbjóði ofaní mig í innlögninni um árið....henni fannst það held ég erfiðara en mér, er ég þó viss um að hún hafi ekki átt í erfiðleikum með það sama hjá öðrum hvorki fyrr né síðar.... og kallar hún ekki allt ömmu sína sú...
þú átt eftir að massa þetta
Helga Sveinbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 20:40
hehe.. já, reyndar var það alls ekki fyndi Helga mín... en ég skal sko troða ofan í þig sondu any time you need ore want to ! Gerðum þetta við hver aðra í verklegri sýnikennslu um sondur í haust ! Og takk fyrir að trúa á mig ..knús ya
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 6.11.2012 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.