10.10.2012 | 20:48
"Draumaprins"
Þessi bloggfærsla segir sig sjálf...en í tíma í dag var talað um góða leið að skrifa sig FRÁ hlutum sem eru erfiðir... ég ætla prófa fara eftir góðum ráðum svo ég "þýddi" textann við lagið og set hann fyrir neðan...þetta er ekki bein þýðing en hann á við mig smá private og persónulega.... en enginn þarf að lesa þetta né hlusta sem ekki vill ...ég er að blogga fyrir MIG sjálfa svo það sé móttekið
Við áttum tíma, sem að sigldum við saman
minn draumur var að, við værum á sömu leið
Skjólið, þar sem við okkar stundir áttum
grunaði aldrei að gjaldið yrði svo mikil kvöl
þú skyldir mig eftir, með rýting í hjarta
ég vissi ei heldur að þú varst með allt önnur plön
ég trúði að við, værum ætluð hvort öðru
trúði því líka að hjartað væri öruggt hjá þér
"draumaprins"
Þú vildir framhjá mér
þrátt fyrir allt það sem mér sýndir
hélt við yrðum samferða
draumaprins"
þvílíkur kjáni var
því ég trúði öllu því sem sagðir
nú hugsa ég
af hverju "draumaprins"
þá kom sá tími
þar sem við héldum í burtu
og viðkvæmum sálum
sem þá hent var á bál
Það var á því skeiði
sem mér fannst tilveran hrynja
Stundum í draumum mér finnst
að þú sért hér hjá mér
Draumaprins"
þú vildir burt frá mér
og þrátt fyrir það allt sem sagðir mér
þú mig yfirgafst
þú varst minn draumaprins"
þvílíkur kjáni ég var
því að ég trúði öllu sem þú sagðir
og nú ég hugsa why?
Draumaprins"
svo skín aftur ljós
sem að lýsir upp veginn
Ástin var blind
úr fjarlægðinni
í gegnum mitt hjarta
þá veit ég nú betur
eins töff og það er að standast
ég stend best með mér
draumaprins"
þú vildir burt frá mér
ég sem að trúði öllu sem mér sagðir
var ekki að marka þig?
Ohhhh..."Draumaprins"
þvílíkur kjáni ég var
að trúa öllu sem þú sagðir mér
svo nú ég bara spyr...
draumaprins"
Athugasemdir
Já, er von þú spyrjir? það er vont að vera svikin, vona bara að hjarta þitt grói á ný. Hafðu það gott elsku Dolla mín og farðu vel með þig, alltaf.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.10.2012 kl. 11:10
Búin að setja mitt í glerkassa núna, úr tvöföldu og skotheldu .. svona..AÐEINS í NEYÐ- BRJÓTIÐ GLERIÐ Og ég ætla vera viss um að treysta þeim vel sem þegar/ef fær í hendur verkfærið sem dugar til að opna
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 11.10.2012 kl. 17:36
og TAKK Ásdís mín... þú ert yndisleg
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 11.10.2012 kl. 17:37
þú líka, ekki gleyma því
Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2012 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.