Á sama tíma að ári :)

Þá er henni lokið ...þessari fyrstu árlegu gönguferð  hjá okkur bráðhressu skvísunum í gönguklúbbnum Ein og 8tta. Mjög flottur hópur sem smullum vel saman svo það var ekkert erfitt að ákveða að hafa svona "Á sama tíma að ári..en alltaf á nýjum stað"  ... 2 helgum fyrir Versló...eða viku fyrir Mærudagana  svo Dollsý  komist nú alltaf með Tounge...ég sagði nefninlega að ég fórnaði  Mærudögunum ekki fyrir neitt annað LoL

2012-07-22_16_13_24-16.jpg

 

 Það var stórmerkilegt að ganga þarna niður í Merkigilið og hugsa sér hvernig hún Monika ásamt öðrum sem þarna þurftu að klöngrast  í mismunandi veðrum og vindum og  árstíðum...ekki alltaf 18° hiti og logn eins og var hjá okkur Cool þvílíkt veður sem við fengum fyrri daginn ..alveg dásemdin ein takk fyrir takk Smile  

Svo var ekið inn að Ábæjarkirju eða svo gott sem þar sem Krúsinn hennar snillINGU minnar kom okkur áfram yfir þokkalega torfæran veg Kissing og þaðan eru 9 km. í skálann sem við gistum og eftir aðhafa gengið þangað  í þvílíka fallega landslaginu sem var af öllum gerðum og fjöllin fallegri en margt annað í litagleðinni ... var fátt betra að hugsa sér en að geta komist úr gönguskónum ...losna við bakpokana og geta hent sér niður .... Happy ....Allar þurftu nú að pissa fyrir nóttina en ENGIN okkar gerði sér fleiri en eina ferð á kamarinn .... úfff ...þá er nú betra að spræna út á túni  og fá vindþurrkun bara ..að vísu erfitt í logninu sem var Tounge...en SHIT fýlan sem fylgir svona kömrum ...NEI takk  Pinch

 En það var þessi fíni krani úti á túni sem var sameiginlegur fyrir gesti og hesta svo við fengum nóg af vatni til að sjóða okkur vatn á gashellunni í stóra pottinum

2012-07-22_22_19_42-1.jpg

 

...uhmmm...heitt kakó  var gott að fá sér eftir ða vera komin úr göngugallanum og buið að búa um okkur ..mjög fínar tvíbreyðar kojur  8 stk. svo við gátum allra verið einar í tvíbreyðu nema mæðgurnar deildu einni kojunni ...... og ég svaf mjööög vel ...rumskaði ekki frá ég sofnaði og þar til vaknaði  Sleeping en sú á "efri hæðinni" ofan við mig ..sagði að EIN hefði nú talað uppúr svefni ...og hver skyldi það nú hafa átt að vera ?? Jújú...Dollsý sjálf , hver önnur ..aldrei vitað til ða é gtali uppúr svefni og ég tilkynnti það víst um miðja nótt ..steinsofandi... að við værum fyrirmyndarhúsmæður !!! W00t Bwahahahahahaa... é gog hver það er sem átti að vera með me´r  veit ég ekki...en já auðvitað DREYMIR mig um ða verða það ...ehhe...ekki enn tekist það nefninlega..en hver getur verið fullkominn í öllu ?   Ekki enn fundið neinn þeim kostum búinn Shocking.....

Jæja...algerlega samkvæmt tímaáætlun fórum við að leita að Fagraskógi lengst inn í fagra Austurdal.... sem var í um 5 km. fjarlægð en við gegnum 6 km án þess að finna hann ...þar til við áttuðum okkur á að stundum borgaði sig að fara "efri leiðina" ahhahaha...smá einkahúmor fyrir klúbbinn  Devil En ..bæði vegna neðri leiðarinnar og aðallega skyggnisins í þokunni sem kom á fleygiferð aftan að okkur og náði okkur loks...þá sást nú minna en ætlað var ..en fengum magnaðan 12 km. göngutúr sem upphitun fyrir ferðina til baka

2012-07-23_11_01_44-1.jpg

 

... fórum fyrst heim og gengum frá og fengum okkur Gott í kroppinn  ... allar saddar og sælar þegar örkuðum af stað og þá var sko komið VEÐUR ...hífandi rok og rigning ...og við flottastar af öllum og þekktum ekki hver aðra fyrir klæðnaði hehe...sást að vísu glitta í augun á okkur en að öðru leyti þekktum við hver aðra á mismunandi skærum litum á yfirbreiðslunum yfir bakpokana ...allir neonlitirnir og engin eins ...snilld ..enda vorum við snillingar  alla leið ...og ferðin gekk eins og í sögu...vorum hálftíma fljótari en sömu leið kvöldinu áður..enda vorum við búnar að sjá alla dýrðina þarna í flottu skyggni þá og ekkert að sjá á strunsinu okkar í norðangarra , rigningu og  þoku  ...

Strax farin að sakna hópsins og hlakka  til að mæta á sama tíma að ári !  InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var nú alveg ljómandi fínt hjá okkur Dolla mín... er næstum búin að gleyma rigningunni í gær

Ingibjörg Elín Jónasdótir (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 13:52

2 identicon

Dolla þú ert algjör gullmoli og það er svo gaman að lesa skrifin þín. Halta áfram á þessari braut:-)

Kristín SIg (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 13:53

3 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

ójá SnillInga mín :) Segi það sama...bara hvarf um leið og ég var búin að baða mig og setja í þvottavélina "drullugallann" haha...   

Takk Kristín..það er negin hætta á að ég hætti að hugsa upphátt á prenti hér á blogginu :)   Hlakka til að hittast aftur í klúbb í haust...verðum að fara koma okkur í upphitunargír áður en það startast með haustinu 

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 24.7.2012 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband