Laugardagsvinirnir

 

Það er svo gaman að vakna á laugardagsmorgnum og hlusta á þessa sprelligosa InLove...og ég er ein af þeim sem bíð alltaf mest eftir mömmu hans Simma..henni Gerði sem er mitt uppáhald ...hún er  perla þessi kona og svo gaman að hlusta á hana Grin  Það kemur fyrir að mér finnist við smá andlega skyldar...því hún greinilega á það til að misskylja "smá" stundum það sem sagt er..eða heyra "aðeins" vitlaust hahaha...eins og í morgun ...veðrið barst í tal og hún var að tala um hvað væri nú gott fyrir gróðurinn að rigningin væri  komin ..þó það væri nú líka búið að vera gott að vera með allri sólinni...þeir spurðu hana þá hvort hún væri orðin "hell tan" og hún heyrði  bara e-ð með hann Dan LoL alger snilli...

ég verð alltaf svo glöð að heyra um aðra en mig  sem misheyra svona Smile  og  eins mismæla sig ...eins og þegar Simmi spurði hana ... " Heyrðu mamma , hvað var það sem þú sagðir á spáni um árið þegar þú ætlaðir að fá þér Tequila " ?   ... Hún var fljót að muna það , því hún hefur örugglega notað orðið síðan ..en hún bað barþjóninn um ..."DRAKÚLA" LoL ...alger snillingur hahahahaa...og þá fór ég aðeins í back to the future gírinn sem ég á til að  detta í ...eina sem ég nenni að detta í sko...jú og reyndar elska ég að detta upp í rúm þegar ég er þreytt ..en allavega er ég hætt að nenna  "detta í það" Cool...en ég var semsagt að skemmta mér..greinilega var önnur nenna í gangi þá...því ég var örugglega að detta í það og langaði í lakkríslíkjörinn góða ..sem mér fannst allavega góður þá..ekki smakkað hann í mörg ár...nema hvað að ég bað barþjóninn um einn SWEET & SHORT  og fékk nákvæmlega það sem ég ætlaði....sem var notabene..HOT & SWEET   hehe...hvað skiptir máli þó helmingurinn af nafninu komi á undan eða eftir  og hinn helmingurinn alveg út úr kortinu ...þegar það skilst hvort eð er hvað maður er að biðja um..... hefði örugglega getað beðið líka um hot shot og fengið það sama  Tounge ...en barþjóninn hitti ég nú aftur á öðrum stað og öðrum tíma og hann fór að segja mér hvað honum þótti þetta fyndið  hvað ég bað um og hann sagðist hafa alvarlega hugsað um að hneppa bara niður um sig brækurnar þegar ég bað hann um "einn sweet & short" hehe.......  

og af því ég er að tala um Simma og Jóa og þetta með sweet & short er bara viðeigandi að koma með þetta snilldarlag sem ég hafði aldrei spáð í textann fyrr en í vor þegar ég var á góðum stað og þetta lag kom í spilarann ...þá fékk ég fyrirmæli um að hlusta á textann hahaha.... og það var nú engin rækja sem ég var með þá Whistling 

say no more.....en lagið er gott  W00t

og nú er það hinn laugardagsvinurinn sem ætlar að hjálpa mér með tiltekt í íbúðinni "ALLT í DRASLI " Devil

en með nógu miklum stuðlögum og back to the future gír sem lögin leiða af sér...verður tiltektin bara fun Heart  Semsagt ..Siggi Hlö á Bylgjunni núna ...

over & out Sideways

ÞEtta lag er líka bara eitt af þeim bestu InLove

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband