18.7.2012 | 10:45
kannski maður geri líka smá samning við Þorgeirsbola
Nú er heldur betur farið að styttast í gönguferðina sem við ætlum í nokkrar kvennsur ...Ætla bara að vona að Ábæjarskottan láti okkur í friði ..allavega svona haldi aftur af sér í mestu prakkarastrikunum...lætur örugglega aðeins vita af sér samt verð bara góð ef hún gefur okkur svefnfrið
"Ábær, á eystri bakka Austari-Jökulsár, hefur verið í eyði síðan 1941. Steinsteypt kirkja, sem var vígð 1922, stendur þar enn þá. Meðal þekktra drauga í þjóðsögum er Ábæjar-Skotta. Hún var mörgum erfiður ljár í þúfu. Hún drap fé, hræddi fólk og er jafnvel sögð hafa orðið því að bana. Hún var í slagtogi með Þorgeirsbola og settist stundum á húð hans og lét hann draga sig, þegar hún var þreytt."
Ég geri kannski bara eins og hún og geri smá samning við Bola ef verð mjög þreytt ...
"Merkigil er eyðibýli í Austurdal í Skagafirði og var nyrsti bærinn í dalnum austanverðum. Jörðin þótti góð bújörð en hún er umkringd djúpum og hrikalegum gljúfrum og háum fjöllum og aðdrættir því afar erfiðir".
Þar bjó kjarnakellan Monika með barnahópinn sinn og var ekkert að gefast upp eftir að maður hennar dó ..enda var slíkt ekkert í boði ! Sagan um hana "Konan í dalnum og dæturnar sjö" segir kannski meira en ýmislegt annað um hana
Annars hlakka ég mikið til að fara þessar slóðir..fínasta upphitun áður en ég skelli mér í Lonely útileguna mína sem verður fljótlega ...ekki búin ða ákveða hvert ég fer í hana ..enda verður það óvissuferð eins og margt annað sem ég fer og geri eina sem verður vitað fyrirfram að ég fer með gönguskó tjald og smá nesti ..jú ok ipodinn fyrst ég verð ein ...
en meira blogg frá þessum ferðum eftir að ég kem aftur heim... fer nú ekki fyrr en á sunnudag.. vinna nokkrar vaktir og eitt fótboltamót áður og koma örverpinu til pabba síns ...þá get ég farið hvert á land sem er ...flott nokkurra daga frí um helgina fram í miðja næstu viku en nú er ég farin í pallakaffi á einn góðan pall ekki langt í burtu ...svo reyna púsla trimminu inní planið fyrir kvöldvakt ...
Enjoy your day alle sammen munið að lífið er ljúft
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.