17.7.2012 | 13:28
Þögnin getur verið hávær
nafnið á þessu fallega lagi því fékk mig til að spá aðeins í hljóðum þagnarinnar .....
ÞÖGN:
-er þægileg...eftir mikil læti og áreiti (þó það sé jákvætt áreiti) en að fá svo þögnina ...er ÞÆGILEGT
-er ofbeldi...vera með einhverjum sem þegir þó þurfi margt að segjast..bara til að láta manni líða illa...er OFBELDI
- er hávær...að vera með höfuðið fullt af ósögðum setningum sem hefði betur verið tjáðar með orðum ...það hljóð... er HÁVÆRT
-er bergmál ... tengist mjög líklega setningunni fyrir ofan...því þessi ósögðu orð geta ómað aftur og aftur í langan tíma ...það finnst mér að sé BERGMÁL
-er stundum dásamleg.. að geta verið með einhverjum í þögn og líða vel á meðan er svo góð tilfinning svo þannig þögn...er DÁSAMLEG
-er tjáning.... þú segir svo margt með þögninni... maður getur gert sig ótrúlega skiljanlegan í þögn ..fer eftir svipbrigðum..likamstjáningu...snertingu....andrúmslofinu sem myndast ... svo margt hægt að segja ÁN ORÐA ... en samt eru og verða ósögð orð...sérstaklega þar sem þau voru EKKI gerð skiljanleg og ekki allir, líklega fæstir ..sem kunna að túlka hugskeyti og lesa þannig hugsanir.... ( guð veit hvað ég hef oft reynt þessa hugskeytasendingar ..án þess að tenging hafi náðst..en stundum tókst það og það er snilld )
en samt sem áður þó ég geti sko TALAÐ og MALAÐ þá finnst mér ákveðin tegund af þögn gefa mér svo mikið ..það er þögnin sem talar við mig ...þögnin sem segir mér frá mörgu....þögnin sem róar mig.....þögnin sem ég þarfnast og vil...líklega er það þessvegna sem mér líður vel einni með sjálfri mér...þó oftar sé farin að sakna að hafa líka einhvern annan hér......
ps. kæra vinkona mín sem hringdir í mig í gær og hafðir áhyggjur af að ég væri að verða e-ð skrítin þá er ég auðvitað stórskrítin ..og mun alltaf verða hehe.. en Don't worry hon... þannig er ég nú bara ... er góð sko ... er bara í smá uppgjörsgír þessa dagana við sjálfa mig og fleiri ...er einmitt að nota ÞÖGNINA til að tala við mig og gera ýmislegt upp svo ég sé til í að halda áfram án þess að fortíðarperlur séu að trufla mig ... því ég vil halda áfram ..þar sem ekkert og enginn úr fortíðinni verði til að trufla mig..bæði gamalli og "nýrri" ef hægt er ða tala um nýja fortið hehe.... en takk samt fyrir að hugsa svonafallega til mín eins og ég veit ða þú gerir nú oft elsku vinkona þú ert yndisleg .....eins og allar mínar góðu vinkonur eru ... er heppin að eiga ykkur og ég þarf ekkert uppgjör að gera við mig í sambandi við ykkur dúllurnar mínar allar saman
En njótið nú þessa fallega lags sem Emiliana Torrini fer svo vel með knús í öll hús !
-
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.