6.6.2012 | 18:04
Dásemdardagar í Oslo
...Þá ætla ég að segja aðeins frá því hvernig ég hef haft það hér í Oslo ... Eftir mjög góða móttöku ... var farið í óvissuferð niður í bæ að finna dinnerstað ... röltum vopnum búin staðsetningarbúnaði í símanum hans Eika kom sér ágætlega nokkrum sinnum hehe... ekki það að ég var með þetta fína kort sem reddaði mér nokkrum sinnum...þar til það týndist í HM í gær :P ..en kom ekki að sök þar sem ég er orðin svoooo ratvís í allar áttir núna ...íbúðin er á BESTA stað ...stutt í allar áttir einhvernveginn og þó maður týnist smá ....þá dettur maður alltaf inn á einhvern kunnuglegan stað ...alveg MAGNAÐ hvað þetta er ekki stærra svæði einhvern veginn :)...Það var laugardagskvöld og allsstaðar fullt en duttum inn á rosafínan og góðan kínverskan stað við Akerstorg hjá Akersbryggju þar sem við fengum mjög góðan mat ...mmmmm.... magnað... komum aðeins við á Færeyskum pöbb á heimleið og trítluðum í gegnum hallargarðinn..en þangað er ég búin að renna framhjá og í gegnum nokkrum sinnum þessa daga ... þeir hljóta vera farnir að þekkja mig grey verðirnir sem standa sem myndastyttur allan daginn og kvöld....
DAgur tvö:
Vaknaði þegar Eiki fór í vinnuna og skellti mér í Frogneparken ... sem er í nokkurra mínútna fjarlægð frá íbúðinni ..alveg magnað... þar dúllaði ég mér heillengi og á ekki orð hvað þetta er flottur garður og stytturnar meistarasnilld .... gekk framhjá sushistað sem ég hugsaði með mér að gæti orðið fínn um kvöldið... skrifaði niður hjá mér heimilisfangið á honum svo hann fyndist um kvöldið...en fyrst var Dollsý boðið í mótorhjólarúnt heim til Önnu Lóu bekkjarsystur sem býr á frábærum stað aðeins út úr Oslo... það var aldeilis gaman að hitta hana og spjalla ..sérstaklega þar sem hún komst ekki á bekkjarhittinginn um daginn ...:) Og aftur að mótorhjólaferðinni...ekki stigið á slíka græju í rúm 20 ár...og vá..hvað var gaman ...en um kvöldið röltum við okkur að sushi staðnum í enn einni óvissuferðinni og fundum staðinn án vandræða..en ekki hvað ;)...... við hliðina á honum var Indverskur sem heitir Karrý og Tómatsósa !! ákváðum við að gægjast aðeins þangað inn og ÞÁ var sko ekki aftur snúið þó við þyrftum að bíða standandi og ekki alveg fremst í röðinni þar til losnaði borð ... bara lyktin og ilmurinn þarna inni gerði mann dáleiddan ..tala nú ekki um að sjá bara allt sem úði og grúfði af þarna inni...sérlega skemmtilegur staður og ég mun ALDREI sjá eftir því...uhmmmmm....get ekki lýst því hvað þetta var mikið lostæti... og ekki fyrir EYMINGJA..... þarna inni hefði ég ekki getað borðað með hverjum sem er sko ! ...Fæ sko enn vatn í munninn bara við að skrifa þetta... logandi sterkur og góður matur ..en samt fann maður bragð ... KAldur bjórinn líklega bjargað því að ég var ekki alveg farin að slefa þegar tungan dofnaði hehe....FRÁBÆR endir á frábærum degi....
DAgur 3:
Fór aftur í Froskagarðinn...en nú til að skokka en ekki til að skoða styttur... fólk er skokkandi , hlaupandi, hjólandi, gangandi.... um ALLT þarna ..allstaðar sér maður fólk sem er svo duglegt að hreyfa sig....fór svo heim í sturtu og skipti um föt og næst á dagskrá var Karl Jóhanns gatan ...enn fer ég í gegnum hallargarðinn og í þvílíkt góða veðrinu ...tók fullt af myndum þar og held áfram minni göngu... mjög skemmtileg mannflóra um allt þarna.... endaði svo niður við höfn hjá Óperuhúsinu og gekk upp á þak þar ...og svo hjem aftur... náði AÐEINS að villast þar sem ég gleymdi að taka eina beygju þegar fór og "sótti" Eika í vinnuna en það hafðist og við röltum okkur í þriðju óvissuferðina í matarleiðngur hehe.... enduðum þá lengst niður í bæ á spúkí Peppes pizzustað þar sem við fengum dúndrandi góða pizzu ...sem kom skemmtilega á óvart....
fór þreytt í háttinn þennan dag ..enda búin að vera á "röltinu " frá kl. hálf 10 um morguninn til hálf 10 um kvöldið ...sumum finnst ég ekki beint RÖLTA ..frekar svona..strunsa um göturnar ..en er alveg að verða búin að læra að slaka á og RÖLTA..
Dagur 4:
var róleg fram að hádegi og ákvað að taka stefnuna á Akersbryggju og fara ekki alveg beinustu leiðina sem ég þekkti í gegnum hallargarðinn.... fór gegnum fullt af götum og görðum og endaði auðvitað correct á Akersbryggen :) ...sat þar í góðan tíma og gerði mannlífsrannsóknir sem ég hef nú getað gert mikið af þessa daga... ótrúlega skemmtileg og litrík flóra af mannverum og hundum hér í Oslo :)...
Um kvöldið var ekki óvissuferð hvert yrði farið að borða ...en OMG! hvað það var dásamlega gott og skemmtilegir réttir á matseðlinum hjá Delicatessen ...sem er staður sem allir sem heimsækja Oslo VERÐA að heimsækja og fá sér að borða.... MMMMmmmmm...var búin að heyra hvað það er gott að borða þarna...en vissi ekki að það væri SVONA gott ;)...Flottur staður ...Flott þjónusta..(þó það sé brjálað að gera...er ótrúlega fljót þjónusta og lítil bið eftir matnum ! ) Topp einkun :)
Dagur 5:
LAst day in Oslo.... Eiki í fríi og bauð mér mótorhjólarúnt...fórum í Holmen Kollen í þessu dásamlega góða veðri ..og skelltum okkur upp á topp ! Vááá ..þvílíkt útsýni yfir Oslóarfjörð og borgina :) ... fórum svo smá óvissuferð ..og síðan heim í léttari fatnað þar sem veðrið var orðið enn betra og fórum í rölt ..ég loks komin í þann gírinn ;) ... stoppuðum á nokkrum stöðum til að skoða mannslífs..hunda....hjóla og bílaflóruna...hér er mjög mikið af flottum bílum..Audi greinilega langvinsælastur ..til í öllum útgáfum..en aðallega svartir á lit..Bens, BMW og fullt af öðrum ...og svo þurftum við aðeins að kæla okkur niður með svalandi drykk ... enduðum svo á Italyan pizzerí take away sem við snæddum í "Hænsnagarðinum " sem er beint á móti íbúðinni...lágum þar í steikjandi sól og gæddum okkur á henni...og nú er afslöppun og bloggerí... og tiltekt i töskurnar ..þar sem Oslodvölin er á enda ;( ....flýg til Alesund í fyrramálið... til Guðnýjar systur sem ég blogga frá síðar...en þessir dagar mínir hér eru búnir að vera Dásamlegir og ekki hægt að ýkja það...verið í dekri út í eitt ..
TAKK FYRIR MIG
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.