Mánudagurinn 13.

Það er greinilega enn mánudagurinn 13. ! 

Grrrr....Var á leið í ræktina áðan en ákvað að koma aðeins við og knúsa góða vinkonu fyrst ..sem ég  nú gerði og átti með henn mjög gott spjall... erum ótrúlega líkar á svo margan hátt..allavega skiljum við hvor aðra mjööög vel... en já ..þegar ég fór frá henni til að fara í ræktina fattaði ég að mig vantaði skóna í ræktina og skaust heim..ekki alveg í leiðinni samt til að sækja þa´...  og ákvað rétt sem sneggvast að taka út úr þvottavélinni og setja meira í hana...

jújú..ég opna vélina oooooog....GRRRR...... demit allt á floti allstaðar ........... var búin að gleyma að ég tók hana úr sambandi ásamt fleiri raftækjum útaf rafmagnsvandræðum sem eru búin að vera hér  undanfarna daga .. og  hún var þá ekkert búin að þvo auðvitað svo  hún var BLINDFULL af vatni og flæddi um allt gólf, gegnum hurðina og fram í eldhús og þaðan áleiðis fram í forstofu  frá annarri áttinni og inn í stofu frá hinni  ........

 

Þannig að nú eru flest handklæði heimilisins rennandi blaut eftir þurkunina á gólfinu  .... og  ég hætt við að fara í ræktina og  ætla bara að skella mér í bað!!!! BAÐ!!!! OOOO..ÓÓÓónei..........

 

ALLT á floti og nú kemur það frá hinum endanum, ekki þvottahúsinu .... ég á ekki orð...nú á ég ekki nógu mikið af handklæðum til að klára þurrka þetta, baðið  komið langt uppfyrir  og flóð fram á gang og inn í eldhús...  Var virkilega orðið svona skítugt hjá mér gólfið ????  ..

 

Það er allavega orðið vel útvatnað og hreint hjá mér núna....

 

Over & out ..farin að leita að fleiri handklæðum eða sængurverum eða einhverju ...nú vantar mig RAINBOW ryksuguna sem fór í  síðasta "BRUNA ! "

 Eins gott að verði hvorki mánudagur , né 13 . á morgun !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband