Transcription - Translation

 ÓMÆGAD!....

Nú fyrst er ég farin ða hafa smá áhyggjur af sjálfri mér ...vantar einhvern til að túlka það sem ég ætla nú að skrifa ...afrita og þýða ...Crying

Er semsagt búin að vera lesa  sögu hjúkrunar...allskyns kenningar í hjúkrun...heilbrigðis reglugerðir ..hjúkrunarsiðfræði og lög og allt eftir því ...EEEN...ER svo að lesa eina fyrirsögn  þar sem ég las "SJÁLFSFRÓUN" í hjúkrun! Shocking...Varð nú eiginlega smá klumsa og las þetta aftur ...og hverjum kemur á óvart (af þeim sem þekkja mig allavega) að ég las auðvitað kolvitlaust...því þarna stóð með þessu fína letri SVART á HVÍTU " STARFSÞRÓUN" í hjúkrun...Cool

Somebody..HELP!...einhver sem vill segja mér  hvað heilabúið mitt er að hugsa og hvernig og HVAÐ á ég eftri að lesa út úr prófspurningunum sem verða nokkur hundruð??? 

Á sko eftri að lesa svo miklu  meira og mun flóknara en þetta ...gaman að vita  hvað heilinn minn verður hugsa um þá...vonandi meira um það sem skiptir máli fyrir næstu 3 vikurnar... hitt get ég leyft mér að hugsa um endalaust í fríinu ! Sideways

Jæja, áfram heldur lesturinn um hið margbrotna hjúkrunarstarf og ÞRÓUN þess Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

draga kannski aðeins úr gingsenskammtinum........

Helga Sveinbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 22:12

2 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

búin að því...tók það bara í viku...virkaði ekki nema í 3 daga !

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 23.11.2011 kl. 22:42

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heilinn á það til að raða bara saman nokkrum stöfum úr orðum sem hann sér og búa þannig til það orð sem honum dettur fyrst í hug, engar áhyggjur, en þetta versnar reyndar með aldrinum og getur tekið á sig hinar fyndnustu myndir, ég lendi oft í þessu. Gakktu ekki fram af þér en gangi þér vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2011 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband