Skrítni KALLINN!

kallinn_i_tunglinu.jpgHef komist að einu sem mér finnst alveg stórmerkilegt en það er að ekki næstum allir sem ég þekki ( eiginlega bara mjög fáir)  hafa séð Karlinn í Tunglinu! Þar á meðal eru allir synirnir...hvernig hefur mér mistekist svona í uppeldinu að ég hef aldrei kennt þeim að sjá hann blessaðan Kallinn?

Við erum 4 systurnar og þar til í gærkvöldi vorum við bara 2 sem höfum séð hann síðan vorum litlar stelpur..fékk svo sms í gærkvöldi frá systur minni sem er 41 árs svohljóðandi : " ÉG SÉ KALLINN Í TUNGLINU "! Þannig að það er aldrei of seint að ná þessu hehe... Góð Helga..til hamingju með að kynnast Honum :)

En nú er elsti prinsinn minn að fara að heiman í dag ( án þess að hafa séð Kallinn í Tunglinu) ...leggur af stað í Höfuðborgina aleinn í heiminum til að fara í HR og verður a.m.k. til að byrja með í einu kjallaraherbergi í blokk í Rvk.( Hann er reyndar ýmsu vanur eftir 1/2 árs bakpokaferðalag síðasta vetur um Asíu og öll ævintýrin sem hann lenti í þar ) Honum eru sko allir vegir færir  :)  Hefur allavega húsaskjól þar og gæti fengið inni í Hafnarfirðinum en þá er það orðið ansi langt fyrir hann uppá tíma í að komast í og úr skóla og þannig... Gangi þér vel elsku  STÓRINN minn :*

en já var að tala við vinkonu mína áðan og segja henni frá sms-inu frá systurinni og fór að tala e-ð meira um Kallinn í tunglinu og þá heyrist í vinkonunni..." Hey, Dolla mín..hvaða töflur ertu búin að vera taka í morgun ?"  Hahaha...þá kom í ljós að hún hélt að þetta væri bara þjóðsaga um þennan Kall! Ég hélt nú aldeilis ekki og ég hef þó nokkrum sinnum spjallað við þennan herramann þegar við höfum horfst í augu ( eigum í hálfgerðu platónsku sambandi sko ég og hann ) ..eins var ég að tala við mjög góðan vin minn í gærkvöldi og hann ekki heldur komist í kynni við blessaðan kallinn!

Þannig að það er orðið ansi ljóst að Nú verð ég bara að hafa kennslustund í því næst þegar er fullt tungl að kenna fólki að SJÁ... Málið er að það þarf að horfa með ákveðnu sjónarhorni og þá bara ER HANN þarna í öllu sínu veldi og með frekar spaugilegan svip.... sem sést mjög greinilega á myndinni sem er með þessu bloggi

ps. Verð að bæta við hér..maður er semsagt alltaf að læra..nú fer ég að skilja að honum leiðist ekkert að vera svona einn..því hann er ALLS ekki einn! Var að stækka myndina og skoða hana og þá er annar minni kall þarna hjá honum sem hefur gaman að þessu öllu saman enda er hann brosandi og með sólgleraugu Cool  Gaman að þessu hehe...:)

 

Svo langt síðan þennan kall ég fann.. 

skrítið að ekki allir sjá hann..

Það er allavega eitt sem ég kann..

að horfa upp á þann skrítna mann ...

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dolla ég sé hann á myndinni eftir að Anna Jónína sýndi mér hann :D Þá á ég bara eftir að sjá hann í eigin persónu ;)

Inga Maren Sveinbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 17:38

2 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

GÓÐ MAREN ! :)

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 13.8.2011 kl. 18:25

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er eins og þú, hef séð kallinn eins lengi og ég man eftir mér

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2011 kl. 20:28

4 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

:D

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 15.8.2011 kl. 22:14

5 identicon

kannski eru þeir margir þessir karlar því ég þekki ekki þennan sem er á myndinni! Sá sem ég kynntist um daginn er úr Kelduhverfinu hehe...

Helga (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 09:41

6 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

HELGA ! Þessier einmitt svo augljós..sérðu hann sem er á myndinni? VErð að fara kíkka betur á næsta fulla tungl greinilega ....

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 17.8.2011 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband