11.7.2011 | 00:19
Sló MITT met um 1/2 tíma
Það var bara algert æði þessi ganga og ég var bara á hlírabol þar til ég var næstum komin up on the TOP! Slatti snjór með mismunandi miklu öskulagi ...sem var skemmtileg blanda við móana , mýrarnar ,mosann, kindastígana , grjótið og allt hitt . En einhverra hluta vegna rifjast alltaf fyrir mér ljóðið " Urð og grjót " þegar maður er kominn á efri part leiðarinnar . Og ekki má gleyma því að Mr. Bigfoot er til ...Enginn efi , sá spor hans og tók mynd til sönnunar sem hægt er að sja´hér í viðhengi
Var samt 1/2 tíma fljótari nú en í haust þegar ég fór síðast og er mjög sátt með það og enginn þurfti að kalla í 112
2klst. 45 mín
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Athugasemdir
Dugnaður er þetta :):)
Ásdís Sigurðardóttir, 12.7.2011 kl. 11:57
:) Takk , já það þýðir ekkert annað..en aðallega er þetta svo gaman.. var að koma úr efiðustu fjallgöngu minni hingað til held é g 5 klst. og 15 mín upp á Kaldbak ..er alveg dösuð núna En er svo á leið á Húsó annaðhvort í kvöld eða fyrramálið :)
Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 12.7.2011 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.