úr Salsadans í Súludans

Skrapp til Siglufjarðar í gær og  þetta er eins og lítill bær einhverstaðar í útlöndum í svona dásamlegu veðri Coolog  fjöldi fólks  á ferðinni og  stemmningin skemmtileg Wizard Tala nú ekki um hvað þetta er orðið  örskotsfæri að skreppa í gegnum Héðinsfjarðar göngin..Ólsafsfjarðargöngin samt alltaf frekar lítið skemmtileg..dimm-blaut-þröng allvega í aðra áttina og ég sem verð svo fjarlægðavillt í svona myrki þegar er að keyra , er alltaf að spá hvar er næsta M til að komast í þegar mæti bíl..Mikil umferð bæði í dag og gær. 

 

En já aftur að Sigló..fór að heimsækja vini mína sem eru þar í orlofsíbúð..yndisleg hjón sem hægt væri að skrifa margar skemmtilegar og frábærar sögur um hehe...á von á útgáfu frá bóndanum eftir einhver ár LoLen hann er sem betur fer búinn að halda dagbók í 30ár svo  maður á von á góðu þegar hún kemur út ...en  þau þekkja önnur yndisleg hjón á Sigló og var boðið þangað í mat í gærkvöldi og ég gesturinn  þvílíkt boðin velkomin með  og vááá...það var þá eins og ég hefði þekkt þetta fólk alla ævi  og ekkert tilsparað í frábærri veislu , bæði mat og drykk og tala ekki um  skemmtilegheit Grin..fórum svo á uppskeruhátið Þjóðlagadanshátíðarinnar (sem er búin að standa yfir  í einhverja daga ..)um kvöldið sem stóð í nokkra tíma og bara gaman  og endaði með hörku Salsa bandi að sunnan sem stóð fyrir Salsaballi á eftir og það var aldeilis tekin  suðræn sveifla þar...Sideways

 

er svo komin heim og  fjallasýnin dásamleg á heiðskýrum himninum  svo ég heyri Súlurnar kalla á mig og ætla því að skella mér sem sneggvast í Súludans ...Búin að biðja soninn að hringja í neiðarlínuna ef ég verð meira en 4 tíma Tounge ..Kvitta hér aftur ef ég lifi ferðina af sem er ekki víst því þetta er fyrsta fjallgangan síðan í haust ! Ekki beint verið skyggni í slíkar ferðir fyrr en nú ..en þá legg ég í Súludansinn þetta sumarið Wink

Hasta la vista  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband