5.7.2011 | 16:16
SólarGuðinn þolir ekki að sjá mig bera
ÉG get svarið það ..
maður er greinilega aldrei ALVEG ánægður ..nú er hiti og næs veður en engin sól búin að vera nema mjööög takmarkað síðan á laugardag ..hún hefur samt látið sjá sig nokkrum sinnum, og mín rokið út á svalir og í sólbaðsuniformið Hvað gerist þá ? Jújú, um leið og ég er mætt fer hún aftur...glennir sig aftur og kæfir allt úr hita og mín út aftur og nú man ég eftir að bera á mig redskinnavörnina...hvað gerist ? Jújú, nú er hún farin áður en ég kemst út ...hvað er málið - eina sem mér dettur í hug er að sólarguðinum verði svona um að sjá mig hálfbera, hann þurfi bara að kreysta aftur augun og þar með loka fyrir sólskynið - skil það nú bara ekki !
En Polly á þetta eins og margt annað ..fæ þá ekki sortuæxlin á meðan ...
En til að njóta nú samt góða veðursins ætla ég að drífa mig í skógargöngu - meira en time komið á það -
VIVA LA VIDA
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.