ஜ ஜ hver krókur og lykkja þess virði ஜ ஜ

Þá er að ljúka skemmtilegri helgi sem er búin að vera full af spennu og dramatík -Cool fótboltinn sér manni algerlega fyrir slíku ef hún kemur ekki á öðrum vígstöðvum...hefði ekki trúað fyrir nokkrum árum ef einhver hefði sagt mér að ég myndi standa hin æstasta  á hliðarlínunni  yfir FÓTBOLTA- hvað þá að horfa á HEILAN leik í sjónvarpinu  og m.a.s. hafa gaman af Smile Þá manneskju hefði ég úrskurðað sem ekki alveg í lagi en þetta er samt að gerast með mig og það bara oftar en einu sinni ..svo spurningin er kannski hvort það sé  ÉG sem er ekki ALVEG í lagi ? Sideways okok..ég veit , ég er ekkert ALVEG í lagi en svona næstum því og það dugar Cool

 

En nóg um boltann í bili- það tók nú ekki langan tíma í dag fyrir DUGLEGT fólk að hreinsa svæðið og ganga frá eftir  þessa daga og svo grillveisla á eftir ...

Eini gallinn við þessa helgi er að ég hef ekki hreyft mig neitt ( er þá að meina almennilegar göngur eða hlaupatrimm) síðan á fimmtudag og dottið í það í sykurlegri merkingu..búin að úða í mig óhollustu  í dag og í gær ansi ótæpilega svo það mætti segja mér að ég verði "timbruð" á morgun og langar örugglega í "afréttara" semsagt eitthvað sæææætt og goooott Blush, en það má ekki , bara allllls ekki...þannig að ég ætla stilla vekjarann early in the morning og fara í dásemdar trimm og  borða gómsæta ávexti og grænmeti allan morgundaginn ÁN þess að þar laumist súkkulaði, kex eða annað gúmmelaði í MÆRUlíki inn fyrir mínar varir ! skammskamm... maður er ekki lengi að eyðileggja fyrir sér margra vikna árangur með nokkurra daga svindli ...Crying

En hvað er sagt ...aldrei of seint að snúa við  og fara til baka, manni seinkar bara aðeins en stoppar ekki...

 

ÉG held áfram minn veg sem er oft ansi hlykkjóttur og skrykkjóttur en kemst að lokum á leiðarenda og  þá verður hver krókur og lykkja þess virði ... Say No More InLove 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Dolla mín, það er nú svo skrítið með fótboltan að þegar börnin manns eru í þessu er maður stundum að missa sig úr spennu og svo þegar maður er orðin nokkuð með á nótunum getur maður lent í að horfa á leik í TV-inu!

Gangi þér vel í að kippa þér aftur í rétta gírinn en ég vona að þú komist ekki í bráð á leiðarenda og haldir bara áfram eftir þínum skrykkjóttu slóðum :) Það er svo skemmtilegt að fá fréttir af krókunum og lykkjunum hjá þér.

Vertu alltaf eins, kv Inga Maren

Inga Maren Sveinbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2011 kl. 21:27

2 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

Love you Litlan mín :*

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 3.7.2011 kl. 21:31

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður verður að missa sig reglulega svo það sé ástæða til að rétta sig af, allt er þetta hollt og gott í bland :)

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2011 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband