7.6.2011 | 12:33
Já sææælll !
Hér á bæ er maður vakinn við feiknarlegar drunur sem mér finnast alltaf vera svolítið spennandi... ekki laust við að hríslist um mann smá gæsahúð allavega þegar þær takast á loft !
Ég er að tala um herþoturnar sem eru búnar að vera hér undanfarið í æfingum og sjá dýfurnar og hvernig þær fara bara eins og beint upp í loftið alveg lóðréttar ..úfffff... en samt ansi magnað að horfa á þær fara hver á fætur annarri ....eins gott að menn hafi stáltaugar þarna inni í klefunum, ég hef varla taugar að horfa á þetta svona út um gluggann og já segi það aftur..DRUNURNAR sem þessar litlu en MIKLU vélar gefa frá sér og bjóða góðan dag , kannski eins gott því mér sýnist annars að ég muni hafa geta sofið fram að hádegi eins og yngsti gaurinn á heimilinu...ekki alveg sátt við að æfingarnar séu ekki fyrr en að vera kl.eitt á daginn.....
jæja , get kannski beðið um áframhaldandi herþotuæfingar hér á Eyrinni í sumar , bara svona svo maður sofi ekki yfir sig ( nema eftir næturvaktirnar...ekki víst að gæsahúðin verði af sömu ástæðu ef þetta heldur áfram í næstu viku og ég á vaktatörn og reyni að sofa á morgnana )
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.