5.6.2011 | 06:27
"Gleðileg" helgi
Það eru nú meiri lætin sem geta fylgt fólki !
VAknaði við þvílíku öskrin og köllin fyrir utan gluggann hjá mér kl.4:30 ...leit út og sá að hópur af "liði" var fyrir utan blokkina en fór sem betur fer aftur nokkuð fljótt...jája, það líður klukkutími þegar allt byrjar aftur og enn meiri læti en áður og áfram hér úti á bílastæðinu en nú kom lögreglan á svæðið og mikið var ég fegin að einhver var búin að hringja í hana , því ég var komin í startstöðu með símann til þess .... þannig að það róaðist nú fljótt og ekki heyrst múkk síðan nema í einum af mínum sem fékk heilahristing eftir slæmt fall í fyrrinótt og var bara sendur heim af slysó eftir að saumuð hafði verið á honum augnbrún...allur klambúleraður og með höfuðverk og ógleði!!! Eins gott að ég er vön að vaka á næturna.....observera lasarusinn og vona að fari e-ð að lagast vonandi í dag .....annars verður slysadeildin heimsótt aftur.
Fljótt breytast dagarnir og þessi "næs helgi" orðin lítið spennandi....úffff..... en skelli á mig bjartsýnisgleraugunum og ALLT VERÐUR BETRA Á MORGUN eins og góður maður segir .
Vonandi verð ég hressari og jákvæðari í næsta bloggi.....ætla kíkja á sjúklinginn og vita hvort ég nái svo aðeins að sofa meira
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.