3.6.2011 | 13:39
All kind of musik
- Gaman að því hvernig lög hafa hin ótrúlegurstu áhrif á mann....
- þannig að maður dettur bara inn í lagið og er kominn á allt annan stað á allt öðrum tíma...semsagt maður fer í eitthvert tímaflakk og finnur ákveðna lykt, er komin í önnur föt, rifjast upp heilu samtölin og þar fram eftir götunum ...
- svo eru önnur lög sem ég bara verð að spretta upp og fara að dansa og syngja ( eins gott að þá séu ekki margir heima hehe...) og drífa mann áfram í trimminu gegnum ipodinn og stjórna hvernig maður hleypur eða gengur....
- enn önnur lög koma mér í hálfgerða hugleiðslu..gera mig alveg hljóða og rólega svo ég sit bara og vil njóta endalaust og finnst lagið alltof stutt.....
- svo auðvitað þau sem eru alltof löng og næstum ganga frá manni af leiðindum svo maður er kominn með hroll ( ekki af unaði samt ) en þá getur maður reyndar slökkt á því eða skipt um stöð eða disk ............
- bara ótrúlega gaman að því að pæla í mismunandi áhrifum hinna ýmsu laga... alveg endalaus fjölbreytni ........
Athugasemdir
Lögin sem við hlustum á hafa svo mikið með minningar að gera ;)
Skúmaskot tilverunnar, 3.6.2011 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.