1.9.2013 | 16:55
Morgundagsins erfiðleikar eru...ekki til í dag :)
Vá hvað sjálfstjórnin hjá mér er komin í flott lag..... Svei mér ég held að hljóti að vera e-ð að þroskast ...
.. Allavega eins og SNILLINN minn segir stundum ... það er hægt að ÁKVEÐA að sjá bara jákvæðu punktana í hverju sem er ..þá verður allt much more easier...hann er nú einn sá jákvæðasti sem á mínum vegi hefur orðið. Þessvegna ákvað ég að taka smá Pollý-Önnu á þetta...
.. ég var semsagt búin að vera í tvo klukkutíma að gera svo flottar glósur sem HURFU þegar ég vistaði þær...
..kom bara BLANCO blað ..........og vegn aþess að ég hef náttúrulega EKKERT annað að gera ákvað ég að í stað þess að fá kast yfir því og gefast upp...sem er notabene ekki í boði hússins... þá hugsaði ég hvað ég yrði nú búin að læra vel í þessum kafla þegar væri búin að gera þetta AFTUR ...
Best að skvera sér í það þá
Juniorinn spurði mig þegar ég sagði honum hvað ég hefði gert: " og HVERSU BRJÁLUÐ varðstu?" hehe....
Ég semsagt ÁKVAÐ að verða ekki brjál ...og ástæðan fyrir að ég skrifa þetta hérna er sú að ég er svo aldeilis hissa hvað það virkar vel að ákveða e-ð svona... því ég er ótrúlega spök með þetta og er þá farin að eyða restinni af deginum (sem átti að fara í annað) í þetta ....
Eitt af fleiri flottum lögum með Valdimar: "Hverjum degi duga má sín þjáning..þökkum fyrir það..að morgundagsins erfiðleikar eru...ekki til í dag" ...Hvað er sannara en þessi orð ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)