13.10.2012 | 12:57
Draumaráðningu takk
Fékk martröð í nótt í fyrsta skipti síðan man ekki hvenær svo ég hrökklaðist á fætur áður en klukkan hringdi og fékk mér muy buenos café og skveraði svo af spurningunum sem mig dreymdi í martröðinni að ég hefði gleymt að gera (þarf ekki ða skila þeim fyrr en á mánudagskvöldið ...en er BÚIN að því , var að senda þær frá mér ...þá er ég allavega ekki áhyggjur af því...nóg að taka af öðru!
í þessum draumi var fullt af fólki sem ég bæði þekki og bara kannast við og vissi ekki að væri í skóla, en ÞAU voru sko öll búin með þetta og í draumnum ...þá hafði ég ekki hugmynd um hvaða dagur né dagsetning væri ...komst að því þegar ég talaði við þetta fólk alltsaman .... oboy!
En aðalmartröðin var samt ekki sú að ég væri búin að missa 10% af einkunn vetrarins með þessu spurningarklúðri heldur það að mig dreymdi konu sem dó nú í sumar...var á besta aldri en var með hræðilegan sjúkdóm sem ég óska engum að fá... Algerlega yndisleg kona og fjölskylda hennar öll....en í draumnum var hún bundin hjólastól , alveg lömuð og ég ætlaði að fara með hana e-ð man ekki núna hvert ferðinni var heitið... og sem BETUR fer breiddi ég yfir hana gott og stórt teppi þegar ég var búin að koma henni fyrir ...því ég þurfti að gera e-ð smá áður en við færum af stað...það endaði úr smáu í stórt...því allt í einu var ég komin í fjallgöngu og svo sund þegar ég mundi eftir henni , aleinni...úti..í hjólastólnum ...og gat ekkert gert til að bjarga sér! Þetta var sko martröð að upplifa svona afbrot ...úffff...ég stökk uppúr lauginni og á spaninu til hennar... en þá var nú sem betur fer búið að bjarga henni og hún var ekki reið við mig einsog hún hefði með réttu átt að vera sko ... En mikið var ég fegin að vakna og var ótrúlega fegin þegar ég vissi að þetta var draumur og eiginlega enn fegnari að ég var alveg með á hreinu hvaða dagur var og m.a.s. dagsetning hahaha
.... í draumnum var kominn minnir mig 23.okt...allavega tuttugasti og e-ð...einsog tíminn sé ekki nógu fljótur að líða.. en eins gott að vera vel vakandi þegar þeir dagar breasta á...eða hvað....
Og nú vantar mig draumaráðningu plís
Whats going on in my head !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)