23.11.2011 | 20:35
Transcription - Translation
ÓMÆGAD!....
Nú fyrst er ég farin ða hafa smá áhyggjur af sjálfri mér ...vantar einhvern til að túlka það sem ég ætla nú að skrifa ...afrita og þýða ...
Er semsagt búin að vera lesa sögu hjúkrunar...allskyns kenningar í hjúkrun...heilbrigðis reglugerðir ..hjúkrunarsiðfræði og lög og allt eftir því ...EEEN...ER svo að lesa eina fyrirsögn þar sem ég las "SJÁLFSFRÓUN" í hjúkrun! ...Varð nú eiginlega smá klumsa og las þetta aftur ...og hverjum kemur á óvart (af þeim sem þekkja mig allavega) að ég las auðvitað kolvitlaust...því þarna stóð með þessu fína letri SVART á HVÍTU " STARFSÞRÓUN" í hjúkrun...
Somebody..HELP!...einhver sem vill segja mér hvað heilabúið mitt er að hugsa og hvernig og HVAÐ á ég eftri að lesa út úr prófspurningunum sem verða nokkur hundruð???
Á sko eftri að lesa svo miklu meira og mun flóknara en þetta ...gaman að vita hvað heilinn minn verður hugsa um þá...vonandi meira um það sem skiptir máli fyrir næstu 3 vikurnar... hitt get ég leyft mér að hugsa um endalaust í fríinu !
Jæja, áfram heldur lesturinn um hið margbrotna hjúkrunarstarf og ÞRÓUN þess
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)